Rut Guðnadóttir

Rut er fædd 12. ágúst 1994.

 

Hún útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík árið 2013 og fór beint í Háskóla Íslands og lauk BS gráðu í sálfræði með ritlist sem aukafag (2016), MA gráðu í ritlist (2019), BA gráðu í íslensku með sálfræði sem aukafag (2020) og stefnir á að ljúka viðbótardiplómu í Menntun framhaldsskólakennara með íslensku sem kjörsvið vorið 2021.

 

Fyrsta bók hennar er Vampírur, vesen og annað tilfallandi en hún hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 2020. Hugmyndin varð upphaflega til í ritlist í HÍ, segir Rut. „Þetta er fyrsta skáldsagan mín í fullri lengd en ég hef áður gefið út ýmsa pistla, þá helst hjá Kjarnanum, og nokkrar smásögur, þá helst „Með hnút í maganum“ sem kemur fyrir í smásagnasafninu Það er alltaf eitthvað.

 

Glæsileg frumraun hjá Rut.

Rut Guðnadóttir

    • 2020 Vampírur, vesen og annað tilfallandi
    • 2020 Íslensku barnabókaverðlaunin

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband