Ragnheiður Harpa Leifsdóttir er fædd 1988. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, sviðshöfundanámi við Listaháskóla Íslands og stundar nú framhaldsnám í ritlist við Háskóla Íslands. Ragnheiður hefur skrifað og staðið að ýmsum leiksýningum og performansum og skrifaði meðal annars útvarpsleikritið Páfuglar Heimskautanna fyrir Ríkisútvarpið og Listahátíð í Reykjavík.
Smásögurnar Hvít mýkt og Svarthol komu út í seríu Meðgöngumála árið 2015.
Heimild: Vefsíða Partusar
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
-
2019 Sítrónur og náttmyrkur
-
2015 Hvít mýkt / Svarthol
-