Olga Guðrún Árnadóttir

Olga Guðrún er fædd 31. ágúst 1953. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1973 og stundaði nám við tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1977-1978.

 

Olga Guðrún vann lengi að dagskrárgerð hjá RÚV. Hún var skrifstofustjóri Rithöfundasambands Íslands 1974 og skrifstofustjóri Stúdentaráðs HÍ 1975. Hún kenndi leikræna tjáningu við ýmsa skóla í Reykjavík 1973-1975. Var leiðbeinandi barna í gerð útvarpsþátta við Inter-action götuleikhúsið í London sumarið 1978. Píanó- og tónfræðikennari við Tónskóla Neskaupstaðar 1978-1979. Undirleikari við söngkennslu hjá Leiklistarskóla Íslands 1979-1980. Prófarka- og handritalesari og tölvusetjari bóka hjá Máli og menningu, Forlaginu, JPV útgáfu, Morgunblaðinu o.fl. frá 1984. Hefur stundað þýðingar frá 1973.

 

Olga Guðrún hefur samið ljóð og smásögur sem birst hafa í bókum og tímaritum og bæði samið og flutt tónlist. Hún samdi tónlist við leikritið Amma þó og við sjónvarpsmyndina Emil og Skundi, sem byggð er á sögu Guðmundar Ólafssonar. Hljómplötur: Babbidí-bú, 1994, 14 frumsamin lög og ljóð fyrir börn, sungin af höfundi. Söng auk þess lög og ljóð Ólafs Hauks Símonarsonar á hljómplötunum Eniga Meniga, 1974 (endurútg. 1995), Kvöldfréttir, 1977, og Hattur og Fattur komnir á kreik, 1979.

 

Olga Guðrún sat í stjórn Rithöfundasambands Íslands 1983-1987 og í stjórn Rithöfundasjóðs Íslands 1986-1988. Hún var stjórnarmaður og gjaldkeri Leikskáldafélags Íslands 1989-1999. Sat í stjórn Útgáfufélags Þjóðviljans 1986-1990 og stjórn Útgáfufélagsins Bjarka frá 1990. Einnig vann hún ýmis trúnaðarstörf á vegum Alþýðubandalagsins, m.a. varaformaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1987-1988. Varamaður í Menntamálaráði 1987-1991. Varamaður í menningarmálanefnd Reykjavíkur 1986-1990. Í stjórn Ásmundarsafns 1986-1990 og settist í úthlutunarnefnd Norræna þýðingarsjóðsins 2001.

 

Mynd af Olgu Guðrúnu: Glatkistan

Olga Guðrún Árnadóttir

 • 1995  Peð á plánetunni Jörð (endurútg. 2002)

  1991  Ævintýri á jólanótt

  1989  Ferðin á heimsenda (barnaleikrit)

  1984  Amma þó (barnaleikrit)

  1982  Flóttafólk (útvarpsleikrit) 

  1982  Vegurinn heim 

  1977  Búrið

  1972 Trilla, álfarnir og dvergurinn Túlli

  1971 Ditta og Davíð (barnaleikrit) 

 •  

  1998 Peð á plánetunni Jörð  valin á heiðurslista alþjóðlegu IBBY-samtakanna

  1996 Viðurkenning IBBY-samtakanna fyrir ritstörf og framlag til barnamenningar

  1990 Viðurkenning IBBY-samtakanna fyrir Ferðina á heimsenda

  1985 Viðurkenning Fræðsluráðs fyrir söguna Pétur

  1984 Verðlaun Samtaka móðurmálskennara fyrir smásöguna Vertu ekki með svona blá augu

   

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband