Oddný Guðmundsdóttir

Oddný Guðmundsdóttir fæddist árið 1908 á Hóli á Langanesi. Hún lauk gagnfræðaprófi á Akureyri árið 1929 og stundaði síðan nám og störf á bæði Norðurlöndunum og í Sviss. Frá árinu 1940 var Oddný farkennari í um þrjátíu ár víða um land en lengst á Vestfjarðakjálkanum. Oddný fór allra sinna ferða á hjóli og þótti henni það lítið mál að hjóla frá Langanesinu til Reykjavíkur. 

 

Oddný skrifaði talsvert; skáldsögur, smásögur og greinar auk þess sem hún vann að þýðingum. Þá voru einnig leikrit eftir hana flutt í útvarpi. Hluta úr grein Oddnýjar sem birtist í bókinni Konur skrifa og kom út 1980 má lesa á vefsíðunni Strandir.is: Úr dagbók farkennara. Oddný lést á Raufarhöfn árið 1985.

 

Myndin er sótt á vefsíðuna Utile et dulci.

 

Meistaraprófsritgerð Steinunnar Ingu Óttarsdóttur um Oddnýju, „Aldrei skal ég þagna á því meðan ég tóri“ má lesa í Skemmunni. Auk þessi gerði Steinunn útvarpsþátt um Oddnýju, Ein gegn öllum sem fluttur var á rás eitt um hvítasunnuna 2019 og endurfluttur 19. október.

 

 

Oddný Guðmundsdóttir

  • 1983 Íslenzk aulafyndni
  • 1983 Orðaleppar og aðrar ljótar syrpur
  • 1982 Haustnætur í Berjadal
  • 1981 Kvæði og kviðlingar
  • 1979 Síðasta baðstofan
  • 1967 Skuld
  • 1954 Á því herrans ári
  • 1949 Tveir júnídagar
  • 1946 Veltiár
  • 1943 Svo skal böl bæta

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband