Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir

Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir er fædd 17. mars 1976 í Aix-en-Provence í Suður-Frakklandi og sleit þar barnsskónum til 11 ára aldurs. Móheiður flutti sextán ára í Norðurmýrina og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1996. Hún fór þá til Parísar og lagði stund á klassísk fræði í Sorbonne í einn vetur. Móheiður dvaldi stutt við í Frakklandi þetta sinnið en fór heim í Háskóla Íslands að lesa heimspeki. Árið 2002 útskrifast hún með BA-próf í heimspeki en lokaritgerð hennar fjallar um siðfræði Simone de Beauvoir. Móheiður hefur unnið lengi sem leiðsögumaður en árið 2011 útskrifast hún með MA-próf úr Háskóla Íslands í þýðingafræði, lokaritgerðin var þýðing á siðfræðiriti eftir Simone de Beauvoir sem bíður nú útgáfu. Móheiður hefur undanfarin ár starfað mestmegnis sem sjálfstætt starfandi þýðandi en einnig við sýningarvörslu í Einarssafni og nú í Þjóðminjasafninu. Þá hefur hún skrifað greinar, viðtöl og bókmenntarýni í blöð og á bloggsíður. Móheiður hefur búið í Berlín og nú nýlega í þrjú ár í Edinborg, Skotlandi.

 

Móheiður er gift og á tvær dætur og kött.

Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir

  • 2016 Flygildi

   

  Þýðing

   

  • 2018 Pyrrhos og Kíneas eftir Simone de Beauvoir

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband