SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Lára Garðarsdóttir

Lára Garðarsdóttir er fædd í Reykjavík 21. ágúst 1982. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 2001, diplómunámi í klassískri teikningu og BA í kvikun (Character Animation) frá háskólanum í Viborg, Danmörku, árið 2008.

Lára hefur breiða starfsreynslu og hefur starfað við helstu miðla frásagnargerðar, allt frá bókum upp í bíóskjái. Hún hefur að auki starfað sem stundakennari í teiknideild Myndlistarskólans í Reykjavík.

Hún hefur myndskreytt eigin bækur sem og sögur annarra.

Lára býr og starfar í Reykjavík


Ritaskrá

  • 2021 Þegar ég verð stór
  • 2019 Blesa og leitin að grænna grasi
  • 2018 Bear With Me (Flökkusaga á ensku)
  • 2016 Flökkusaga

Verðlaun og viðurkenningar

2017 Viðurkenning IBBY fyrir Flökkusögu