Kristín Svava Tómasdóttir er fædd 20. nóvember 1985 í Reykjavík. Hún lauk meistaranámi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2014.
Kristín er bæði fræðimaður og ljóðskáld og hefur sent frá sér hvort tveggja fræðirit og ljóðabækur. Þá hefur hún birt ljóðaþýðingar í ýmsum tímaritum. Hún er ein af yfirritstjórum Meðgönguljóða.
Heimild: Vefsíða Partusar
Kristín Svava Tómasdóttir
-
2020 Hetjusögur
-
2018 Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar
-
2015 Stormviðvörun
-
2011 Skrælingjasýningin
-
2009 Dr. Usli
-
2007 Blótgælur
-