Kristín Ragna Gunnarsdóttir

Kristín Ragna Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1968. Hún lærði grafíska hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er með BA-próf í almennri bókmenntafræði og ritlist og MA-próf í ritlist frá Háskóla Íslands. Kristín Ragna hefur skrifað sjö bækur fyrir börn og nokkrar greinar um barnabækur í TMM og tímaritið Börn og menning. Auk þess hefur hún myndskreytt ótal bækur og hannað bókatengda myndrefla (njalurefill.is), frímerki og sýningar.

 

Kristín Ragna hefur hlotið Dimmalimm - íslensku myndskreytiverðlaunin í tvígang og myndabókin Örlög guðanna sem Kristín vann með Ingunni Ásdísardóttur var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2008. Bók Kristínar Rögnu Úlfur og Edda: Dýrgripurinn var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017. Sjálfstætt framhald af þeirri bók Úlfur og Edda: Drekaaugun kom út nýverið hjá Bókabeitunni.

 

Kristín Ragna er félagi í Rithöfundasambandi Íslands, hún situr í stjórn SÍUNG og er varaformaður IBBY á Íslandi.

Kristín Ragna Gunnarsdóttir

  • 2020 Nornasaga2: Nýársnótt
  • 2019 Nornasaga: Hrekkjavakan
  • 2018 Úlfur og Edda: Drottningin
  • 2017 Úlfur og Edda: Drekaaugun  
  • 2016 Úlfur og Edda: Dýrgripurinn 
  • 2013 Lygnin / þýð. Hjørdis Heindriksdóttir
  • 2012 Engar ýkjur
  • 2011 Hávamál /m. Þórarni Eldjárn
  • 2010 Lokaorð            
  • 2009 Lygasaga
  • 2008 Örlög guðanna /m. Ingunni Ásdísardóttur
  • 2005 Völuspá / m. Þórarni Eldjárn           
  • 2005 Kata og vofan
  • 2004 Kata og ormarnir

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband