SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Kristín Ragna Gunnarsdóttir

Kristín Ragna Gunnarsdóttir er fædd í Reykjavík 2. maí 1968.

Kristín Ragna lærði grafíska hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er með BA-próf í almennri bókmenntafræði og ritlist og MA-próf í ritlist frá Háskóla Íslands.

Kristín Ragna hefur skrifað bækur fyrir börn og nokkrar greinar um barnabækur í Tímarit Máls og menningar og tímaritið Börn og menning. Auk þess hefur hún myndskreytt ótal bækur og hannað bókatengda myndrefla (njalurefill.is), frímerki og sýningar.

Kristín Ragna hefur hlotið Dimmalimm - íslensku myndskreytiverðlaunin í tvígang og myndabókin Örlög guðanna sem Kristín vann með Ingunni Ásdísardóttur var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2008. Bók Kristínar Rögnu Úlfur og Edda: Dýrgripurinn var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017. Sjálfstætt framhald af þeirri bók Úlfur og Edda: Drekaaugun kom út nýverið hjá Bókabeitunni.

Kristín Ragna er félagi í Rithöfundasambandi Íslands, hún situr í stjórn SÍUNG og er varaformaður IBBY á Íslandi.

 


Ritaskrá

  • 2021  Nornasaga 3: Þrettándinn
  • 2020  Nornasaga 2: Nýársnótt
  • 2019  Nornasaga 1: Hrekkjavakan
  • 2018  Úlfur og Edda: Drottningin
  • 2017  Úlfur og Edda: Drekaaugun  
  • 2016  Úlfur og Edda: Dýrgripurinn 
  • 2013  Lygnin / þýð. Hjørdis Heindriksdóttir
  • 2012  Engar ýkjur
  • 2011  Hávamál /m. Þórarni Eldjárn
  • 2010  Lokaorð            
  • 2009  Lygasaga
  • 2008  Örlög guðanna /m. Ingunni Ásdísardóttur
  • 2005  Völuspá / m. Þórarni Eldjárn           
  • 2005  Kata og vofan
  • 2004  Kata og ormarnir

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2011  Dimmalimm: Íslensku myndskreytiverðlaunin fyrir Hávamál (Þórarinn Eldjárn endurorti)
  • 2008  Dimmalimm: Íslensku myndskreytiverðlaunin fyrir Örlög guðanna (Ingunn Ásdísardóttir)

 

Tilnefningar

  • 2017  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Úlf og Eddu: Dýrgripurinn
  • 2017  Til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráð fyrir Úlf og Eddu: Dýrgripurinn
  • 2008  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Örlög guðanna (með Ingunni Ásdísardóttur)

 

Heimasíða

http://www.krg.is/index.html

Tengt efni