Ég er 44 ára gömul, kem frá Mosfellsbæ þar sem ég sleit barnsskónum og á einn eldri bróðir. Ég hef unnið margvísleg störf um ævina og kunnað vel við það. Ég er matartæknir að mennt og vann sem slík í nokkur ár. Svo ákvað ég að klára stúdentinn sem ég lauk hjá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hitti nýverandi sambýlismanninn minn þar en ég fór suður aftur eftir tveggja ára veru og fór að vinna hjá Reykjavíkurborg. Hann kom nú á eftir mér tveimur árum seinna eftir brjósklos og var þar með nærfjölskyldu sinni.

 

Ég fékk áhuga á að skrifa þegar ég fór á tvö námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Frá Neista yfir í nýja bók. Þau námskeið kveiktu svo sannarlega neistan hjá mér og fór ég að skrifa. Í dag er ég komin með efni í skáldsögur og sögur fyrir fólk af erlendum uppruna. Ég á fjölmörg áhugamál, og kannski of mörg, fyrir utan skrifin. Eitt þeirra er JCI og get ég ekki fullþakkað þeim félagsskap fyrir að útnefna mig sem senator 2015, sem er ævifélagi.

Kristín Guðmundsdóttir

    • 2019 Nýjar slóðir: 12 stuttar léttlestrarsögur fyrir fólk af erlendum uppruna

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband