Kristín Guðmundsdóttir

Kristín Guðmundsdóttir fædd árið 1976 og ólst upp í Mosfellsbæ.

 

Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og hefur einnig menntað sig sem matartæknir. Hún hefur unnið margvísleg störf um ævina og kann fjölbreytninni vel.

 

Kristín fékk áhuga á ritstörfum þegar hún fór á tvö námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í ritlist sem kallast: "Frá Neista yfir í nýja bók." Námskeiðin kveiktu neistann hjá henni og hefur hún lagt stund á skriftir í nokkur ár.

 

Fyrsta útgefna bók Kristínar hefur að geyma sögur sem skrifaðar eru sérstaklega fyrir fólk af erlendum uppruna og eru því skrifaðar á auðveldu tungumáli, því sem kallað er léttlestrarbækur. 

 

Auk ritstarfanna á Kristín fjölmörg áhugamál. Eitt þeirra er JCI-hreyfingin og árið 2015 var hún útnefnd sem "senator" eða ævifélagi í hreyfingunni.

Kristín Guðmundsdóttir

    • 2019 Nýjar slóðir: 12 stuttar léttlestrarsögur fyrir fólk af erlendum uppruna

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband