SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Kikka - Kristlaug M. Sigurðardóttir

Kristlaug M. Sigurðardóttir - Kikka - er fædd á Akureyri árið 1964.

Kikka hefur skrifað bækur, útvarpsleikrit, sjónvarpshandrit og  kvikmyndahandrit.

Ávaxtakarfan er með þekktustu verkum hennar og hefur leikritið verið sett upp margoft á Íslandi, bæði hjá atvinnuleikhópum og ekki síður hjá áhugamannaleikfélögum og skólum. Auk þess hefur verið framleidd kvikmynd um Ávaxtakörfuna og sjónvarpsþáttaröð sem var sýnd á Stöð 2 haustið 2013.

Kikka rekur eigið framleiðslufyrirtæki, Galdrakassann ehf og hún stofnaði Bókasamlagið, sem staðsett er í Skipholti, ásamt Önnu Láru Árnadóttur. Bókasamlagið veitir ráðgjöf og þjónustu til höfunda, sérstaklega þeirra sem kjósa að gefa út sjálfir en þurfa á þeirri þjónustu að halda sem bókaforlög leggja alla jafna til eins og ritstjórn, prófarkalestur, umbrot, markaðssetning og dreifing. 

Ljósm: Mbl.


Ritaskrá

  • 2022  Leikskólakrakkar: Vetrardagur
  • 2019  Leikskólakrakkar: Jólagjafastressið
  • 2013  Þegar Immi ananas fékk frekjukast
  • 2013  Þegar Mæja jarðarber varð óvinsamleg
  • 2009 Jón Ólafur með dauðann á hælunum
  • 2008  Jón Ólafur jólasveinn
  • 2008  Hafið bláa
  • 2004  Sveitasæla
  • 2002  Ávaxtakarfan
  • 2002  Didda og dauði kötturinn