Kamilla Einarsdóttir

Eva Kamilla Einarsdóttir er fædd 11. janúar 1979. Hún starfar sem bókavörður og er móðir þriggja dætra. Árið 2013 skrifaði hún hressilegan ritdóm í Sagnir, tímarit um söguleg efni, og hún birti sögu í Ástarsögum íslenskra kvenna (2017). Árið 2018 sendi hún frá sér skáldsöguna Kópavogskróniku (2018) sem fjallar ást í Kópavogi á gráglettinn hátt. Í viðtali í Morgunblaðinu, 12.11.2018, segir Kamilla um tilurð bókarinnar: 

 

„Ég hef verið að skrifa og segja sög­ur síðan ég man eft­ir mér en aldrei séð fyr­ir mér að gefa það út. Svo höfðu þeir hjá bóka­út­gáf­unni Bjarti/​Ver­öld sam­band og buðu mér í kaffi. Ég fór og sýndi þeim það sem ég var að gera þá, sem átti að vera nokk­urs kon­ar vega­hand­bók um Kópa­vog en endaði samt sem skáld­saga um böm­mer og að vera í ástarsorg í Smiðju­hverf­inu. Ég bjóst alltaf við að þeir myndu biðja mig um að hætta, en þeir voru alltaf bara svo hress­ir að nú er þetta bara komið í bók,“ seg­ir Kamilla.“

 

Kamilla er virk á samfélagsmiðlum, twitter-færslur hennar eru oft skáldlegur skemmtilestur:

 

Kamilla Einarsdóttir‏ @Kamillae Jan 16

Ástæða nr. 1187 fyrir því að ég meika stjörnumerkjatal: Í kynlífsáramótaspá á mbl í dag stendur að: "Mælt er með því að stein­geit­in horfi á Net­flix og góða grín­mynd". -Einmitt, hvers vegna að eltast við fullnægingar þegar heimurinn er fullur af Adam Sandlers myndum?

 

Ritdómur í Víðsjá

Mynd: af twitter

Kamilla Einarsdóttir

    • 2018 Kópavogskrónika. Til dóttur minnar með ást og steiktum
    • 2017 Læsi í Burkina Faso og aðrar aðferðir til að taka einhvern á löpp. Ástarsögur íslenskra kvenna, frásagnir úr raunveruleikanum