Júlía Margrét Einarsdóttir

Júlía Margrét Einarsdóttir er rithöfundur og kattaeigandi, fædd árið 1987 og uppalin í Hlíðunum. Hún lauk BA prófi í heimspeki við Háskóla Íslands og mastersgráðu í ritlist í kjölfarið. Hún er búsett í Los Angeles þar sem hún leggur stund á handritaskrif. Júlía hefur skrifað og gefið út fjölmargar smásögur, örnóvellu hjá Partus press og gegnt hlutverki Hinsegin skálds hinsegindaga 2015. Hún stýrir vikulega hlaðvarpsþættinum Fillífjónkan, en var fyrir það einnig umsjónarkona útvarpsþáttarins Vetrarbrautin á Rás eitt. Júlía hlaut nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta árið 2015.

Júlía Margrét Einarsdóttir

  • 2018 Drottningin á Júpíter – Absúrdleikhús Lilla Löve
  • 2018 Jarðarberjatungl
  • 2016 Grandagallerí – skýin á milli okkar
  • 2015 Skálmöld, leikgerð fyrir verk sett upp í Landnámssetrinu 


   

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband