SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Valborg Árnadóttir

Jóna Valborg Árnadóttir er fædd 1973 í Reykjavík.

Jóna Valborg lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og B.A. gráðu í íslensku, M.Paed. gráðu í íslensku og kennslufræði og MS gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Hún er með kennsluréttindi og diplóma í verkefnastjórnun. Á unglingsárum og fram á háskólaár lék Jóna Valborg með hinum ýmsu áhugaleikfélögum. Hún dvaldi um hálfs árs skeið sem Erasmus-skiptinemi við dramatúrgíu-deild háskólans í Árósum.

Jóna Valborg hefur starfað við markaðs- og kynningarmál, verkefna- og viðburðastjórnun, ritstjórn, almannatengsl, mannauðsmál og sýningarstjórnun. Um tíma kenndi hún framhaldsskólanemendum íslensku, lífsleikni og leiklist. Á árunum 2004 til 2006 sat hún í ritnefnd tímaritsins Börn og menning.

Ritstörf hafa fylgt Jónu Valborgu svo lengi sem hún man eftir sér en árið 2013 kom hennar fyrsta bók út, Brosbókin, sem hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Vorvindaviðurkenningu IBBY. Bækurnar vinnur hún með Elsu Nielsen, grafískum hönnuði og teiknara.

Vorið 2019 dvaldi Jóna Valborg um þriggja vikna skeið við skriftir í Åmål í boði AIR Litteratür Västra Götaland. Hún er félagsmaður í SÍUNG og Rithöfundasambandi Íslands og hefur á þeirra vegum tekið þátt í bókmenntaverkefninu Skáld í skólum.


Ritaskrá

  • 2022  Penelópa bjargar prinsi
  • 2020  Systkinabókin
  • 2019  Kormákur leikur sér
  • 2019  Kormákur dýravinur
  • 2018  Einn, tveir og Kormákur
  • 2018  Kormákur krummafótur
  • 2016  Hetjubókin
  • 2015  Vinabókin
  • 2014  Knúsbókin
  • 2013  Brosbókin

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2014 Vorvindaviðurkenning IBBY fyrir Brosbókina (ásamt Elsu Nielsen)

 

Tilnefningar

  • 2013  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Brosbókina (ásamt Elsu Nielsen)