Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir

Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir er fædd 9. júlí árið 1993 og ólst upp í Mývatnssveit. Árið 2013 lauk hún stúdentsprófi frá MA og dvaldi eftir það í nokkra mánuði í Montpellier í Suður-Frakklandi og lærði frönsku.  Jóna lauk BA-námi í íslensku frá HÍ og haustið 2017 hóf hún meistaranám í ritlist við sama skóla. 

 

Jóna Kristjana hefur gefið út eina ljóðabók, Skýjafar, (2016), sem kom út hjá Partusi. Einnig hefur hún birt ljóð í tímaritinu Stínu. Þá hafa ljóðaumfjallanir eftir hana birst í vefritinu sirkustjaldid.is.

 

 

Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir

    • 2016 Skýjafar