Jónína Michaelsdóttir

Jónína Kristbjörg Michaelsdóttir rithöfundur og blaðamaður fæddist í Reykjavík 14. janúar 1943. Hún lést 17. maí 2021.

 

Jónína var fædd og uppalin í Reykjavík. Báðir foreldrar hennar voru ættaðir frá Seyðisfirði en þau létust með fárra ára millibili frá barnahópnum og ung tók Jónína ábyrgð á heimilinu. Árið 1961 giftist hún og bjó á Gufuskálum á Snæfellsnesi en flutti með fjölskylduna árið 1976 til Hafnarfjarðar og bjó þar til æviloka.

 

Hún var blaðamaður á Vísi og tók ótal viðtöl um dagana. Þá var hún framkvæmdastjóri samtakanna Viðskipti og verslun og vann við markaðsráðgjöf í Iðnaðarbanka Íslands. Jónína var aðstoðarmaður forsætisráðherra 1987- 1988, formaður Bókmenntakynningarsjóðs, sat í ýmsum stjórnum, m.a. hjá Tónlistarskólanum í Reykjavík og Ríkisspítölum. Jónína gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún sat meðal annars í skipulagsnefnd og var formaður fræðslu- og útbreiðslunefndar. Einnig sat hún í framkvæmdastjórn, miðstjórn og flokksráði Sjálfstæðisflokksins. Hún ritaði fjölda bókarkafla, tímaritsgreina og pistla á visir.is, þann síðasta árið 2012.

 

Jónína vann sjálfstætt við markaðsmál og ritstörf og við þáttagerð í sjónvarpi og útvarpi.  Jónína skrifaði af næmni og list ævisögur sterkra kvenna eins og Þuríðar Pálsdóttur óperusöngkonu, Tove Engilberts, Sesselju Sigmundsdóttur og Karólínu Lárusdóttur listmálara.

 

Mynd: Vísir

 

 

 

 

Jónína Michaelsdóttir

  • 2015 Mér leggst eitthvað til. Sagan um Sesselju Sigmundsdóttur og Sólheimum

  • 2000 Dagur við ský. Fólk í íslenskri flugsögu 

  • 1994 Áhrifamenn

  • 1993 Karólína. Líf og list Karólínu Lárusdóttur listmálara

  • 1993 Milli sterkra stafna. Fólkið hjá Eimskip
  • 1989 Eins manns kona. Minningar Tove Engilberts

  • 1986 Líf mitt og gleði. Minningar Þuríðar Pálsdóttur söngkonu 

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband