SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ingibjörg Sigurðardóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir er fædd 17. ágúst 1925 að Króki í Skagahreppi í Austur-Húnavatnssýslu.  Barnaskóla sótti Ingibjörg á Kálfshamarsvík og tók þaðan fullnaðarpróf. Hún vann við kaupavinnu á sumrin, fyrst í Víkum, þá fjórtán ára gömul og síðan þrjú sumur á Syðra-Mallandi. Þrjú sumur vann hún við að hreinsa dún. Tvö sumur var hún á Ásbúðum hjá Ásmundi Árnasyni og konu hans Steinunni Sveinsdóttur. Ingibjörg flutti í Sandgerðis rúmlega tvítug að aldri og gerðist ráðskona ekkjumanns og fékk samastað bæði fyrir sig og fóstru sína. Þessi ekkjumaður hét Óskar Júlíusson sem varð síðar eiginmaður Ingibjargar. Fóstra hennar bjó hjá þeim hjónum allt þar til hún lést 95 ára að aldri. Ingibjörg var mjög afkastamikil skáldkona sem hóf skrif sín rétt um tvítugsaldurinn og skilur hún eftir sig mikla arfleið í íslenskri bókmenntasögu, yfir þrjátíu útgefnar bækur, hljóðbækur og ljóðabók ásamt ótöldu óútgefnu efni. Fyrsta sagan hennar Bylgjur birtist í Hinu Nýja Kvennablaði árið 1956. Eins skrifaði Ingibjörg mjög vinsælar framhaldssögur í hinu þjóðlega heimilisriti Heima er bezt.

Fyrsta skáldsaga hennar, Bylgjur, birtist sem framhaldssaga í Hinu Nýja Kvennablaði árið 1954, en var ekki gefin út á bók fyrr en árið 1961. Skáldsagan Sýslumannssonurinn er fyrsta prentaða skáldsaga Ingibjargar, en hún birtist einnig sem framhaldssaga í Heima er bezt. Síðan þá hefur Ingibjörg gefið út á þriðja tug skáldsagna, og ljóðabókina Hugsað heim (1962).


Ritaskrá

  •  
  • 2000     Hrafnhildur
  • 2000     Sýslumannssonurinn
  • 1997     Bylgjur
  • 1996     Bergljót
  • 1993    Við bláa voga
  • 1991     Glettni örlaganna
  •  1989    Við bláa voga
  • 1988    Snæbjörg í Sólgörðum
  • 1986    Beggja skauta byr
  • 1985    Höll hamingjunnar
  • 1983    Þar sem vonin grær
  • 1981    Vorið kemur bráðum...
  • 1979    Sumar við sæinn
  • 1978    Óskasonurinn
  • 1976     Bergljót
  • 1974     Auður á Heiði
  • 1973     Draumalandið hennar
  • 1971     Hrafnhildur
  • 1970     Ástir og hetjudáð
  • 1968     Vegur hamingjunnar
  • 1967     Dalaprinsinn
  • 1966     Á blikandi vængjum
  • 1965     Feðgarnir á Fremra-Núpi
  • 1965     Sjúkrahússlæknirinn
  • 1964    Sigrún í Nesi
  • 1963    Læknir í leit að hamingju
  • 1962    Hugsað heim: ljóð
  • 1962    Heimasætan á Stóra-Felli
  • 1961    Bylgjur
  • 1961    Sýslumannsdóttirin
  • 1960    Ást og hatur
  • 1959    Systir læknisins
  • 1959    Komin af hafi
  • 1959    Sýslumannssonurinn
  • 1958    Haukur læknir