SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir fæddist í Edinborg í Skotlandi árið 1966. Hún lauk B.A. prófi í rússnesku og sagnfræði árið 1991 og stundaði m.a. nám í rússnesku og rússneskum bókmenntum við Uppsalaháskóla. Ingibjörg lauk B.Sc. gráðu í almennri jarðfræði árið 1995 og meistaragráðu í umhverfisefnafræði frá Chalmers tækniháskólanum í Gautaborg árið 1996 með hæsta vitnisburði. Hún starfaði síðan sem sérfræðingur og efnafræðingur á verkfræðistofu í 8 ár og sinnti þá margvíslegum hagnýtum verkefnum. Meistargráðu í þýðingafræði lauk hún árið 2011 og stundar nú doktorsnám í þýðingafræði við Háskóla Íslands auk þess sem hún er virkur kórfélagi og leggur stund á söng í Tónlistarskóla Árnesinga. Ingibjörg er einhverf og fékk greiningu með ódæmigerða einhverfu 44 ára gömul.

Fyrsta bók Ingibjargar, ljóðabókin Rökkursónatan kom út í 50 eintökum árið 2012. Sama ár kom út Smásagnasafnið Ferðin til Rómar, einnig í 50 eintökum og var um sjálfsútgáfu að ræða. Smásagnasafnið kom síðan út á ensku hjá Amazon í Bandaríkjunum árið 2013. Árið 2017 var síðan gefið út smásagnasafnið Smásögur að handan og var útgefandi Lafleur útgáfan á Sauðárkróki. Nokkrar þýðingar úr rússnesku liggja eftir Ingibjörgu og er þar helstar að nefna Dæmisögur Tolstojs sem komu út árið 2010 og Svar Soffíu sem kom út árið 2017. Báðar þýðingarnar voru útgefnar af Lafleur útgáfunni.


Ritaskrá

  • 2019 Kvikukantatan
  • 2017 Smásögur að handan
  • 2013 The Pilgrimage to Rome
  • 2012 Ferðin til Rómar
  • 2012 Rökkursónatan

Þýðingar

  • 2017 Svar Soffíu
  • 2010 Dæmisögur Tolstojs

Tengt efni