Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir er fædd 11. ágúst 1885 á Bergsstöðum í Hallárdal, Austur-Húnavatnssýslu, og bjó þar til tvítugsaldurs. Hún lauk prófi frá gagnfræðaskólanum á Akureyri árið 1909 og kenndi m.a. við kvennaskólann á Blönduósi og síðar barnaskólann í Reykjavík. Árið 1917 giftist hún Steinþóri Guðmundssyni. Eignuðust þau fjögur börn. Þau bjuggu á Akureyri til ársins 1933 en fluttust þá til Reykjavíkur. Þar lést Ingibjörg eftir langa vanheilsu 9. október 1953.

 

Ingibjörg tók virkan þátt í félagsmálum, m.a. góðtemplara. Hún var í Kvenréttindafélagi Íslands og um skeið í stjórn þess. Hún flutti erindi á fundum og í útvarpi og skrifaði smásögur, ljóð og ritgerðir sem birtust í blöðum og tímaritum. Hún var í tvö ár ritstjóri tímaritsins Nýjar kvöldvökur sem kom út á Akureyri. Hún gaf út tvær ljóðabækur, Frá afdal – til Aðalstrætis (1938) og Horft yfir sjónarsviðið (1946).

 

Textinn er tekinn orðréttur frá Helgu Kress:

  • Helga Kress. 2001. „Ingibjörg Benediktsdóttir 1885-1953“, bls. 208. Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur.  Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

 

  • Myndin er fengin af vefsíðu um Jóhannes úr Kötlum og má þar einnig sjá minningarljóð hans um Ingibjörgu, sjá hér.

Ingibjörg Benediktsdóttir

    • 1946 Horft yfir sjónarsviðið
    • 1938 Frá afdal - til Aðalstrætis

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband