Hlín Agnarsdóttir

Hlín Agnarsdóttir leikskáld og rithöfundur  er fædd  í Reykjavík 1953. Hlín er fjölmenntuð í leiklistar- og bókmenntafræðum, hefur post-graduate gráðu í leikstjórn frá Drama Studio í Lundúnum, fil.kand-próf í leiklistarfræðum frá Stokkhólmsháskóla og MA-próf í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands.

Hlín  hefur gefið út þrjár bækur, tvær skáldsögur og eina sjálfsævisögulega bók sem var m.a. tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki Fræðirita og bóka almenns eðlis.

Hlín hefur einnig skrifað leikrit fyrir leiksvið, útvarp og sjónvarp, m.a. toilettedramað Konur skelfa sem sýnt var við metaðsókn í Borgarleikhúsinu, og komið að öðrum handritaskrifum fyrir sjónvarp og aðra miðla.

Hún hefur leikstýrt í öllum helstu leikhúsum landsins, m.a. hjá Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Reykjavíkur og í Þjóðleikhúsinu. Hlín þýddi og leikstýrði Hræðileg hamingja eftir Lars Norén hjá Alþýðuleikhúsinu og síðar þýddi hún Laufin í Toscana fyrir Þjóðleikhúsið eftir sama höfund.

 

Hlín skrifaði Láttu ekki deigan síga (ásamt Eddu Björgvinsdóttur) sem sýnt var í Stúdentaleikhúsinu. Önnur verk sem hún hefur skrifað og jafnframt leikstýrt eru: Karlar óskast í kór, Alheimsferðir Erna og Gallerí Njála. Sokkabandið sýndi verk hennar Faðir vor í Iðnó 2004.

Á undanförnum árum hefur hún kennt ritlist og leiklist við Kvikmyndaskóla Íslands og Háskóla Íslands. Hlín hefur ennfremur starfað sem leikstjóri og dramatúrg og verið leiklistargagnrýnandi á DV og í Kastljósi á RÚV.

Heimasíða hennar er www.hlinagnars.is

Hlín Agnarsdóttir

  • 2020   Hilduleikur
  • 2013    Oníuppúr
  • 2012    Perfect
  • 2012    Gestaboð Hallgerðar
  • 2011    Flóttamenn
  • 2010    Hallveig ehf
  • 2009    Blómin frá Maó
  • 2007    Fundarherbergið/Lífið liggur við
  • 2004    Faðir vor
  • 2003    Að láta lífið rætast,
               ástarsaga aðstandanda
  • 2001    Hátt uppi við Norðurbrún
  • 1998    Svannasöngur
  • 1997    Gallerí Njála
  • 1997    Aðeins einn
  • 1996    Konur skelfa
  • 1993    Alheimsferðir Erna
  • 1993    Líflínan
  • 1989    Karlar óskast í kór
  • 1984    Láttu ekki deigan síga
                (ásamt Eddu Björgvinsdóttur)

   

   

   

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband