Hlíf Anna Dagfinnsdóttir

Hlíf Anna Dagfinnsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1951. Hún ólst upp á Brávallagötunni en býr nú í Árbænum. Hlíf Anna er tanntæknir, með B.ed. gráðu í þroskaþjálfafræðum og diplóma í fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands.

 

Hlíf Anna hefur fengist nokkuð við ljóðagerð og hafa ljóð hennar birst m.a. í Lesbók Morgunblaðsins og á vefsíðunni Ljóð.is en þar var eitt ljóða hennar valið ljóð dagsins. Þá tók hún þátt í ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar árið 2018 og var ein af tólf sem fengu viðurkenningu og birt ljóð eftir sig í blaðinu. Hlíf Anna hefur ennfremur flutt ljóð sín við ýmis tækifæri.

 

Sofðu mín Sigrún (2019) er fyrsta ljóðabók Hlífar Önnu og er hún til minningar um dóttur hennar, Sigrúnu Þöll Þorsteinsdóttur, sem lést árið 2014 úr krabbameini, aðeins 39 ára gömul. Lesa má eitt ljóðanna hér:

 

Barátta

 

Þær ganga hönd í hönd að stóru byggingunni

landspítalinn

sú yngri kreistir hönd móður sinnar

segir – nú göngum við hér inn

mér finnst ég vera heilbrigð

en mun fara héðan út

sjúklingur

baráttan um líf og dauða er hafin

 

Hlíf Anna Dagfinnsdóttir

    • 2019  Sofðu mín Sigrún

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband