Hjördís Kvaran Einarsdóttir

Hjördís Kvaran Einarsdóttir er fædd á Ísafirði 21. desember 1970. Hún bjó þar til eins árs aldurs þegar hún flutti til Reykjavíkur og seinna í Mosfellssveit þar sem hún bjó öll sín bernskuár, ásamt því að dveljast mikið í Vesturbænum í Reykjavík. Hjördís er ættuð víða að en telur sig vera Reykvíking þar sem hún getur rakið ættir sínar og uppruna þar langt aftur.

 

Hjördís lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1992. Hún hóf nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands 1995 en lauk ekki því námi en fór seinna í íslensku við sama skóla og lauk B.A. gráðu í íslenskum fræðum, með miðaldafræði sem aukafag, árið 2009. Þá lauk Hjördís diplómanámi til kennsluréttinda árið 2011 og M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum, með áherslu á sérkennslu frá sama skóla árið 2017.

 

Sem stendur stundar Hjördís nám á meistarastigi í miðaldafræðum við Háskóla Íslands.

 

Hjördís er starfandi grunnskólakennari.

 

Hjördís hefur í gegnum tíðina sent frá sér ljóð sín ýmist í litlum heftum eða birt þau á netinu. Það er fyrst með Urð sem hún gefur ljóðin út opinberlega og er það hennar fyrsta útgefna bók.

 

Hjördís er gift Guðmundur Stefáni Valdimarssyni, bátsmanni á v/s Tý, og eiga þau þrjár dætur.

Hjördís Kvaran Einarsdóttir

  • 2020   Urð
  • 2007   Heima - þar sem ég er alin upp (örmyndir)
  • 2006   Ljóð sem ég fann og gaf vinum mínum (ljóðahefti)
  • 2004   Vídd (ljóðahefti)
  • 2003   Návígi (ljóðahefti)
  • 2002   Svört orð (ljóðahefti)

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband