Hildur Knútsdóttir

Hildur Knútsdóttir fæddist 16. júní 1984 í Reykjavík. Hún lauk BA gráðu í bókmenntum og skapandi skrifum frá Háskóla Íslands árið 2010. Hildur byrjaði ung að skrifa en fyrsta skáldsaga hennar kom út árið 2011. Meðfram ritstörfum hefur Hildur m.a. unnið textavinnu, prófarkalesið og skrifað greinar og pistla fyrir prentmiðla.

 

Hildur hlaut Fjöruverðlaunin fyrir skáldsöguna Vetrarfrí, Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Vetrarhörkur og var nú tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir nýjustu bók sína, Ljónið.

Hildur býr í Reykjavík með manni sínum og tveimur ungum dætrum.

 

Myndin er sótt á vefsíðu Forlagsins.

Hildur Knútsdóttir

  • 2020 Skógurinn
  • 2020 Hingað og ekki lengra (ásamt Þórdísi Gísladóttur)
  • 2019 Nornin
  • 2018 Orðskýringar
  • 2018 Ljónið
  • 2017 Doddi: Ekkert rugl! (ásamt Þórdísi Gísladóttur)
  • 2016 Doddi: Bók sannleikans (ásamt Þórdísi Gísladóttur)
  • 2016 Vetrarhörkur
  • 2015 Vetrarfrí
  • 2015 Draugaljósið
  • 2014 Ævintýraeyjan : þrautir, leikir, gátur og skemmtun!
  • 2012 Spádómurinn
  • 2011 Sláttur

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband