Hildur Hákonardóttir

Auður Hildur Hákonardóttir er fædd 1938. Hún stundaði nám við MR frá 1953-55 og fluttist til Bandaríkjanna 1956. Hún lagði stund á myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1964-68 og Edinburgh College of Art 1968-69. Lauk vefnaðarkennaraprófi 1979 og hefur starfað við myndvefnað síðan og sýnt verk sín hérlendis og erlendis. Hildur var kennari (og skólastjóri 1975-78) við MHÍ frá 1969 og allt til 1980. 

 

Hildur fluttist í Ölfusið 1980 og var forstöðumaður Byggða- og listasafns Árnesinga til 1986-1993 og í hálfu starfi 1997-2000. Hildur starfaði með SÚM hópnum og var í forsvari þar um tíma eftir að hinn eiginlegi kjarni hans leystist upp og fór úr landi. Hún tók þátt í samsýningum hérlendis og erlendis og á verk á Listasafni Íslands og í nokkrum opinberum byggingum. 

 

Hildur hefur starfað að ýmsum félagsmálum tengdum listgrein sinni, svo sem í Ullarvinnslu Þingborgar allt frá stofnun 1991. Hún tók virkan þátt í samvinnu fagfólks frá Hjaltlandi og Noregi í þeim tilgangi að endurvekja þekkingu á hinum forna kljásteinavefstað og afurðum hans. Hildur var virk í Rauðsokkahreyfingunni, hún á myndasögu í riti sem er helgað kvennafrídeginum 1975 og minningu frumherjans, blaða- og baráttukonunnar Vilborgar Harðardóttur. Hildur sat í tilnefningarnefnd þýddra ritverka á vegum bókaútgefenda 2018.

 

Hildur hefur fengið birt efni í eftirfarandi bókum:

Dagbók Íslendinga, 1999

Hefurðu séð huldufólk, 2007

Á rauðum sokkum. Baráttukonur segja frá, 2011

The Warp Weighted Loom. Oppstadveven, Kljásteinavefstaðurinn, Gerstad Museum, Skald, Bergen, 2016

 

 

Hildur Hákonardóttir

  • 2019 Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú?

  • 2008 Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar

  • 2005 Ætigarðurinn

  • 2005 Já, ég þori, get og vil
    

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband