Heiðrún Ólafsdóttir er fædd 1971 í Reykjavík. Stúdent frá FÁ 1998. BA í ensku frá Kaupmannahafnarháskóla 2007 (bjó í köben 2001-2007). MA í ritlist frá HÍ 2014. Viðbótardiplóma í kennslufræðum 2015. Tvö börn og unnusti. Býr í Reykjavík. Hefur unnið öll heimsins störf, liggur við; allt frá því að grafa skurði til skrifstofustjórnunar. Undanfarin ár hefur Heiðrún unnið við textagerð hjá ferðaþjónustufyrirtæki, en hætti í janúar 2017 og helgar sig nú alfarið skáldskap. Er ein 7 höfunda Ég erfði dimman skóg sem var áhugavert tilraunaverkefni. Why are Icelanders so happy, er unnin í samvinnu við Hrefnu Guðmundsdóttur, félagssálfræðing. Hefur ritstýrt tveimur ljóðabókum og haldið námskeið í ritlist.
Heiðrún Ólafsdóttir
- 2012 Á milli okkar allt
- 2013 Af hjaranum
- 2014 Leið
- 2015 Ég erfði dimman skóg
- 2017 Why are Icelanders so happy
Þýðing
- 2016 Zombíland e. Sørine Steenholdt
2012 Nýræktarstyrkur Bókmenntasjóðs fyrir handritið að Á milli okkar allt.
2013 Tilnefnd til Fjöruverðlaunanna fyrir Af hjaranum.
2017 Starfstyrkur RSI