Heiðrún Ólafsdóttir

Heiðrún Ólafsdóttir er fædd 1971 í Reykjavík. Stúdent frá FÁ 1998. BA í ensku frá Kaupmannahafnarháskóla 2007 (bjó í köben 2001-2007). MA í ritlist frá HÍ 2014. Viðbótardiplóma í kennslufræðum 2015. Tvö börn og unnusti. Býr í Reykjavík. Hefur unnið öll heimsins störf, liggur við; allt frá því að grafa skurði til skrifstofustjórnunar. Undanfarin ár hefur Heiðrún unnið við textagerð hjá ferðaþjónustufyrirtæki, en hætti í janúar 2017 og helgar sig nú alfarið skáldskap. Er ein 7 höfunda Ég erfði dimman skóg sem var áhugavert tilraunaverkefni.  Why are Icelanders so happy, er unnin í samvinnu við Hrefnu Guðmundsdóttur, félagssálfræðing.  Hefur ritstýrt tveimur ljóðabókum og haldið námskeið í ritlist.

Heiðrún Ólafsdóttir

  • 2012    Á milli okkar allt
  • 2013    Af hjaranum
  • 2014    Leið
  • 2015    Ég erfði dimman skóg
  • 2017    Why are Icelanders so happy

   

  Þýðing

   

  • 2016 Zombíland e. Sørine Steenholdt

   

 • 2012    Nýræktarstyrkur Bókmenntasjóðs fyrir handritið að Á milli okkar allt.
  2013    Tilnefnd til Fjöruverðlaunanna fyrir Af hjaranum.
  2017    Starfstyrkur RSI

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband