Harpa Rún Kristjánsdóttir

Harpa Rún Kristjánsdóttir er fædd á Þorra árið 1990. Hún er uppalin í sveit undir Heklurótum og tollir þar enn. Að vera bændadóttir er hennar helsta menntun auk stúdentsprófs frá FSu og grunn- og meistaraprófs í Almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands.

 

Auk vinnumennsku á sauðfjárbúi hefur Harpa Rún starfað sem þjónn og kokkur, aðstoðarkennari, bóksali, prófarkalesari og viðburðastjórnandi. Skrifað hefur hún alla tíð, meira en útgáfuafrekin gefa til kynna. Hún hefur skrifað ljóðrænan texta í tvær ljósmyndabækur, þar sem hún leitast við að finna frumleika í forminu og brjótast frá hefðbundnum væntingum lesenda.

 

Harpa hefur sent frá sér tvær bækur í samstarfi við ljósmyndara, On the road in Iceland árið 2016 og In and out of sight at Þingvellir – í og úr sjónmáli 2018. Auk þess hafa textar hennar og smásögur birst í blöðum, tímaritum og safnritum. Í bókinni Vængjatök. Hugverk sunnlenskra kvenna (2004) birtist smásagan „Gamli fossinn“ sem vann til verðlauna í smásagnasamkeppni Æskunnar. Einnig hafa ljóð Hörpu Rúnar meðal annars birst á vefritinu Knúz og á Skáld.is þar sem hún reið á vaðið í efnisliðnum Skúffuskáld

 

Árið 2019 hreppti Harpa bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir handrit að ljóðabókinni Eddu.

Harpa Rún Kristjánsdóttir

  • 2019 Edda
  • 2018  In and out of sight at Þingvellir – í og úr sjónmáli (Ljósmyndarar: Sigrún Kristjánsdóttir og Pálmi Bjarnason)
  • 2016  On the road in Iceland (Ljósmyndari: Gréta S. Guðjónsdóttir)
  • 2019   Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Eddu

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband