Halla Þórlaug Óskarsdóttir er fædd í Reykjavík 1988 og alin upp í Þingholtunum. Í æsku stefndi hún alltaf á að verða stærðfræðingur, en ákvað að prófa listnám eftir stúdentspróf úr MR. Þá varð ekki aftur snúið. Hún lauk BA prófi úr myndlist við Listaháskóla Íslands 2012 og svo MA prófi úr ritlist við Háskóla Íslands árið 2014.
Undanfarin ár hefur Halla Þórlaug starfað sem dagskrárgerðarmaður á Rás 1, sem umsjónarmaður Víðsjár, Tengivagsnins og Bókar vikunnar auk þess að fjalla um einstaka bækur í þættinum Orð um bækur.
Fyrir ljóðsögu sína Þagnarbindindi hlaut Halla nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2020.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
- 2020/2021 Ertu hér? í samvinnu við Ásrúnu Magnúsdóttur, sviðsverk á dagskrá Borgarleikhússins
- 2020 Þagnarbindindi (ljóðsaga)
- 2017 Hún pabbi, í samvinnu við Trigger Warning, sviðsverk sýnt í Borgarleikhúsinu
- 2016 Svefngrímur, útvarpsleikrit flutt á Rás 1
- 2020 Nýræktarstyrkur Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir Þagnarbindindi