Hólmfríður Indriðadóttir

Hólmfríður fæddist á Grænavatni í Mývatnssveit 1802 og ólst upp í Baldursheimi og á Þverá í Reykjahverfi. Foreldrar hennar voru bjargálna en ekki naut hún skólagöngu. Árið 1829 giftist hún Jóni Jónssyni frá Hólmavaði í Aðaldal, þau voru fyrst í húsmennsku eins og þá tíðkaðist en þau bjuggu síðan lengst af á Hafralæk í sömu sveit við mikla fátækt. Þau eignuðust 10 börn en aðeins fimm náðu fullorðinsaldri. Hólmfríður lést 1885.

 

Ung orti Hólmfríður ásamt Sigurlaugu systur sinni rímnaflokka. Síðar á lífsleiðinni orti hún rímur um Parmes loðinbjörn, þrjár rímur um svokallaða Mirsa-vitran og aðrar út frá Blómsturvallasögu. Hún orti mikið af tækifærisvísum.

 

Rímur um Mirsa-vitran bjó Úlfar Bragason til birtingar í 8. árgangi Sónar og fjallar um þær þar í grein á bls. 47–52. Ekki er vitað hvaðan textinn um Mirsa kemur sem ort er út frá eða hvernig hann rak á fjörur Hólmfríðar norður í land.

 

Í grein Úlfars segir m.a. að Hólmfríður hafi kunnað feiknin öll af kvæðum og versum og Paradísarmissi í íslenskri þýðingu Jóns á Bægisá utan bókar. 

 

Sjá nánar um Hólmfríði og kveðskap hennar hér.

 

 

Hólmfríður Indriðadóttir

  • Sjá 8. hefti Sónar 2010

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband