Guðríður Baldvinsdóttir

Guðríður Baldvinsdóttir fæddist þann 14. ágúst 1971 á Akureyri en ólst upp í Engihlíð í Kinn. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1991, Cand.agric prófi í skógfræði frá Norska landbúnaðarháskólanum í Ås 1999 og MSc prófi í beitarskógrækt frá Landbúnaðarháskóla Íslands 2018. Hún hefur starfað hjá Landgræðslunni, Skógrækt ríkisins og Norðurlandsskógum en hefur jafnframt verið sauðfjárbóndi í Lóni í Kelduhverfi frá 2000 sjálfstæður atvinnurekandi í frumkvöðlarekstri samhliða því.

 

Fyrsta barnabók Guðríðar kom út 2019 hjá Bókaútgáfunni Sæmundi og er önnur barnabók væntanlega haustið 2021. Hún býr í Kelduhverfi með manni og þremur börnum.

Guðríður Baldvinsdóttir

    • 2019 Sólskin með vanillubragði

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband