SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Guðríður Baldvinsdóttir

Guðríður Baldvinsdóttir fæddist þann 14. ágúst 1971 á Akureyri en ólst upp í Engihlíð í Kinn. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1991, Cand.agric prófi í skógfræði frá Norska landbúnaðarháskólanum í Ås 1999 og MSc prófi í beitarskógrækt frá Landbúnaðarháskóla Íslands 2018. Hún hefur starfað hjá Landgræðslunni, Skógrækt ríkisins og Norðurlandsskógum en hefur jafnframt verið sauðfjárbóndi í Lóni í Kelduhverfi frá 2000 sjálfstæður atvinnurekandi í frumkvöðlarekstri samhliða því.

Fyrsta barnabók Guðríðar kom út 2019 hjá Bókaútgáfunni Sæmundi og er önnur barnabók væntanlega haustið 2021. Hún býr í Kelduhverfi með manni og þremur börnum.


Ritaskrá

  • 2021 Drengurinn sem dó úr leiðindum
  • 2019 Sólskin með vanillubragði