Guðlaug María Bjarnadóttir

Guðlaug María er fædd 1955 og ólst upp á Akureyri. 

 

Hún lauk leiklistarnámi 1977 og síðan uppeldis- og kennslufræði ásamt menntunarfræði á tíunda áratugnum og hefur starfað sem kennari. Hún sendi frá sér ljóðabókina Snert hörpu mína 1989. Um hana skrifaði Jenna Jensdóttir m.a. í Morgunblaðið: „Guðlaug María er ungt skáld, sem lofar góðu. Hún á ýmislegt ólært, en nær samt lengra í skáldskap sínum en almennt gerist með fyrstu bók.“ 

 

Sársauki

 

Auk sársaukans

auk sársins

auk angistarinnar

auk einmanaleikans

blæðir úr sárinu mínu

endar allt líf með dauða.

Það er sárt.

Hringinn á enda.

Að kveldi

segir sonur minn systur sinni frá englunum

og syngur hana i svefn.

Að morgni hefst bardagi

hnúar og hnefar

tungan brýnd.

Sem betur fer eru dagarnir

teknir að styttast.

 

Árið 1992 sendi Guðlaug María frá sér barnabókina Ævintýri á ísnum. Hún gerist á Akureyri. Um bókina segir í Degi 18. desember sama ár: „Prúður drengur úr Reykjavík fer í heimsókn til skyldmenna sinna fyrir norðan og er tekinn til bæna af tápmiklum systrum. Börnin lenda í ýmsum uppákomum og á stundum ganga systurnar kannski næstum of langt þegar þær eru að prófa frænda sinn að sunnan.“ Snorri Sveinn Friðriksson myndskreytti. Bókin fékk góða dóma hjá Súsönnu Svavarsdóttur í Morgunblaðinu.

 

Guðlaug María er búsett í Reykjavík. Eiginmaður hennar er Ólafur Haukur Símonarson, rithöfundur.

 

 

 

Mynd af Guðlaugu Maríu: Kvikmyndavefurinn

 

Guðlaug María Bjarnadóttir

    • 1992 Ævintýri á ísnum
    • 1989 Snert hörpu mína

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband