Fríða Ísberg

Fríða Ísberg er fædd árið 1992. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, og grunnprófi í heimspeki og meistaraprófi í ritlist við Háskóla Íslands. 

Fríða hefur birt ljóð í bókinni Ég er ekki að rétta upp hönd (Svikaskáld 2017) og í Tímariti Máls og menningar. Hún skrifar bókmenntarýni fyrir Times Literary Supplement og var einn af ritstjórum Meðgöngumála, smásagnaseríu Partusar.

 

Árið 2017 hlaut Fríða þriðju verðlaun í keppninni um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Sama ár hlaut hún nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir sína fyrstu ljóðabók, Slitförin. Slitförin kom út hjá Partusi haustið 2017 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2018.

 

Fríða Ísberg

  • 2019 Leðurjakkaveður
  • 2018 Kláði
  • 2017 Slitförin
  • 2017      Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana: Slitförin
  • 2017      Nýræktarstyrkur Miðstöðvar íslenskra bókmennta
  • 2017      Þriðju verðlaun í Ljóðstaf Jóns úr Vör

   

  Tilnefningar

  • 2019      Fjöruverðlaunin: Kláði
  • 2018      Fjöruverðlaunin: Slitförin