Eydís Blöndal

Eydís Blöndal (1994) ólst upp í Safamýrinni í Reykjavík. Hún er dóttir Péturs H. Blöndals, þingmanns, og Guðrúnar Birnu Guðmundsdóttur. Eydís var í MH, lagði stund á verkfræðilega eðlisfræði, heimspeki og hagfræði við Háskóla Íslands, sat í stúdentaráði HÍ og er varaþingkona.

 

Fyrsta ljóðabók Eydísar, Tvist og bast (2017), rokseldist á ljóðabókarmælikvarða og vakti athygli fyrir frumleg efnistök en hún innihélt ljóð sem áður höfðu birst á twitter-síðu hennar. Tungumál og tilfinningar, samfélag og samfélagsmiðlar eru meðal þess sem Eydís fæst við í ljóðum sínum.

 

Eydís býr í 101.

 

Mynd af Eydísi: visir.is

Eydís Blöndal

    • 2018 Án tillits
    • 2017 Tíst og bast
    • 2018 Maístjarnan