Eva Rún Snorradóttir

Eva Rún Snorradóttir er fædd árið 1982. Hún byrjaði snemma að yrkja en átta ára gömul var hún með kennara sem lét alla gera ljóð og færði hún foreldrum sínum heftaða bók sem bar titilinn Hamarinn og var „mjög dramatísk, sorgleg, myndskreytt ljóðabók í einriti.“ Eva Rún eyddi sínum bernsku- og unglingsárum í Breiðholtinu og fjalla fyrri ljóðabækur hennar öðrum þræði um þann tíma; Heimsendir fylgir þér alla ævi og Tappi á himninum. 

 

Ásamt því að vera ljóðskáld er Eva Rún sjálfstætt starfandi sviðslistakona. Hún er með BA gráðu í Leiklist – fræði og framkvæmd, frá Listaháskóla Íslands og hefur um árabil starfað með sviðslistahópnum Kviss búmm bang og 16 elskendum.

 

Eva Rún býr með eiginkonu sinni í Vesturbæ Reykjavíkur.

 

Heimildir:

Kristín Svava. 2016. ,,Að rannsaka það hvernig við komumst í gegnum dagana: Viðtal við Evu Rún Snorradóttur." Druslubækur og doðrantar. Slóðin er: http://bokvit.blogspot.com/2016/04/a-rannsaka-hvernig-vi-komumst-i-gegnum.html

 

Myndin er sótt á vefsíðu Benedikts

 

Eva Rún Snorradóttir

  • 2018 Fræ sem frjóvga myrkrið
  • 2016 Tappi á himninum
  • 2013 Heimsendir fylgir þér alla ævi
  • 2019 Maístjarnan: Fræ sem frjóvga myrkrið

   

   

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband