Elísabet Kristín Jökulsdóttir

Elísabet Kristín Jökulsdóttir er fædd í Reykjavík 16. apríl 1958. Hún ólst upp á Seltjarnarnesi og í Reykjavík og dvaldi í eitt ár í Grikklandi sem barn.

 

Hún lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1987 og hefur sótt námskeið í handritaskrifum hjá Kvikmyndasjóði og tekið þátt í Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur.

 

Elísabet hefur unnið ýmis störf til sjós og lands, afgreiðslustörf, verið módel hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur, stundað byggingarvinnu, unnið í frystihúsum, verið háseti á bát og ráðskona á Ströndum. Einnig hefur hún verið blaðamaður, unnið þætti fyrir útvarp, verið aðstoðarleikstjóri í Þjóðleikhúsinu og haldið fyrirlestra um örsöguskrif í framhaldsskólum.

 

Fyrsta bók Elísabetar, ljóðabókin Dans í lokuðu herbergi, kom út árið 1989 og síðan hefur hún sent frá sér ljóð, sögur og skáldsögur. Hún hefur skrifað fjölda leikrita sem sett hafa verið upp hér á landi og erlendis og framið ýmsa gjörninga sem hafa meðal annars birst í Ríkissjónvarpinu. Ljóð hennar hafa birst í safnbókum og tímaritum hér heima og erlendis.


2016 bauð Elísabet sig fram til forseta Íslands og gladdi margan með framgöngu sinni í kosningabaráttunni.

 

Elísabet á þrjá uppkomna syni. Hún býr í Hveragerði.

 

Um skáldskaparheim Elísabetar sjá: Soffía Auður Birgisdóttir: "Tilfinningar eru eldsneyti fyrir hugmyndir." Ritið 1/2019, bls. 223-254, rafrænn aðgangur:  https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/60/51

Elísabet Kristín Jökulsdóttir

  • 2020 Aprílsólarkuldi
  • 2019 Hvaða ferðalag er á þér? Orðin hennar mömmu...
  • 2017 Dauðinn í veiðarfæraskúrnum: frúin á neðri hæðinni leysir frá skjóðunni
  • 2016 Næturvörðurinn
  • 2015 Anna á Eyrarbakka: upphaflega barnasaga
  • 2015 Vitni = Witness/ Arngunnur Ýr
  • 2014 Ástin ein taugahrúga: enginn dans við Ufsaklett
  • 2013 Músin sem flaug á skottinu
  • 2011 Kattahirðir í Trékyllisvík
  • 2010 Heimsóknartíminn: saga úr lokaða herberginu
  • 2009 Bænahús Ellu Stínu
  • 2007 Heilræði lásasmiðsins
  • 2006 Ísbjörninn á Hótel Viktoría
  • 2005 Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu
  • 2004 Englafriður
  • 2003  Hringavitleysusaga: villutrúarrit
  • 2003 Vængjahurðin: yfir hundrað ástarljóð
  • 2001 Fótboltasögur: tala saman strákar
  • 1999 Laufey
  • 1998 Aukaheiður : þrjár sögur af Aðalheiði og borðinu blíða
  • 1998 Sagan af Aðalheiði og borðinu blíða
  • 1996  Lúðrasveit Ellu Stínu
  • 1995 Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig
  • 1993 Galdrabók Ellu Stínu : hjartasögur
  • 1991 Rúm eru hættuleg: sögur
  •  1989 Dans í lokuðu herbergi

   

  Textar eftir Elísabetu hafa einnig ratað á hljómdiska og í tímarit auk þess sem nokkuð er varðveitt eftir hana af óútgefnum verkum hjá Ríkisútvarpinu.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband