Elísabet Þorgeirsdóttir

Elísabet Þorgeirsdóttir fæddist árið 1955. Hún gekk í barna- og gagnfræðaskóla Ísafjarðar og Menntaskólann á Ísafirði. Hún er menntaður félagsráðgjafi og meistaraverkefni hennar fjallaði um aflvaka félagsráðgjafar (2005).

 

Elísabet hefur verið virk í Samtökunum ‘78 um árabil og sinnir félagsráðgjöf í ráðgjafahópi Samtakanna. Hún starfar sem félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg en var um árabil blaðamaður og ritstjóri, síðast á kvennatímaritinu Veru. Árið 1985 stofnaði hún ásamt öðrum konum félagið Íslensk-lesbíska sem hafði þann tilgang að styrkja sjálfsmynd lesbía og gera þær sýnilegar innan kvennahreyfingarinnar. Árið 1991 hóf hún að leggja stund á kvennaguðfræði sem er femínísk guðfræði á forsendum kvenna og var ein af stofnendum Kvennakirkjunnar og ein af stofnendum Trúarhóps Samtakanna ‘78 þar sem kristin trú var iðkuð á forsendum samkynhneigðra.

 

Elísabet var ritstjóri kvennablaðsins Veru á sínum tíma. Hún hefur skrifað smásögur og ort ljóð sem hafa birst í blöðum og tímaritum og auk þess skrifað fjölda tímaritsgreina um þjóðþrifamál, m.a. um vændi, femínisma og innflytjendur. 

 

Elísabet hefur sent frá sér tvær ljóðabækur. 

 

 

 

Mynd: https://hinsegindagar.is/godra-kvenna-hopi/

 

Elísabet Þorgeirsdóttir

  • 1993 Þú gefst aldrei upp, Sigga! Ævisaga Sigríðar Rósu Kristinsdóttur 
  • 1986 Í sannleika sagt. Lífssaga Bjarnfríðar Leósdóttur
  • 1983 Salt og rjómi eða blanda af göddum og dúni
  • 1977  Augað í fjallinu

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband