Elín Pálmadóttir

Elín fæddist 31. janúar 1927. Foreldrar hennar voru Tómasína Kristín Árnadóttir og Pálmi H. Jónsson, skrifstofustjóri. Elín varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947, stundaði frönsku- og enskunám við Háskóla Íslands, starfaði síðan við Heimilisblaðið Vikuna og vann við blaðamennsku frá 1952 en hún er handhafi blaðamannaskírteinis nr. 4. 

 

Elín  starfaði hjá utanríkisráðuneytinu 1948-1952 og við sendiráð Íslands í París 1950-1952.  Árið 1958, réðst hún til Morgunblaðsins þar sem hún starfaði allt til ársins 1997 að hún komst á eftirlaunaaldur. Hún var ein örfárra kvenna, sem störfuðu á ritstjórn Morgunblaðsins á síðustu öld.

 

Elín tók þátt í stjórnmálum og var borgarfulltrúi og varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1970-1982. Þá hefur hún látið umhverfismál mjög til sín taka, var m.a. formaður Náttúruverndarnefndar Reykjavíkur og umhverfismálaráðs 1970-1978 og átti sæti í Náttúruverndarráði um margra ára skeið.

 

Elín hefur skrifað nokkrar bækur, m.a. sjálfsævisöguna Eins og ég man það þar sem hún lítur m.a. yfir farinn veg á ferli sínum sem blaðamaður. Þá hefur Elín tekið þátt í starfi Blaðamannafélagsins með margvíslegum hætti og átti þar sæti í stjórn um tíma.

 

Elín ritaði ævisögu Gerðar Helgadóttur myndlistarkonu, en þær voru nánar vinkonur. Bókkin kom út 1985. Hún hefur í gegnum árin gefið Gerðarsafni listaverkagjafir eftir Gerði og haldið nafni listamannsins mjög á lofti.

 

Elín ritaði fjölda greina í blöð og tímarit. Hún var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunna 1990 fyrir Fransí Biskví, frönsku Íslandssjómennirnir sem einnig var gefin út í Frakklandi.

 

Mynd: mbl.is

Elín Pálmadóttir

  • 2009 Fransí Biskví: franskir fiskimenn við Íslandsstrendur : þriggja alda baráttusaga 
  • 2003  Eins og ég man það
  • 1996 Með fortíðina í farteskinu
  • 1985  Gerður: ævisaga myndhöggvara
  • 2015 Sæmd æðsta heiðursmerki sem veitt eru í Frakklandi, Ordre National de la Légion d’Honneur
  • 2004 Heiðruð fyrir einstakt framlag sitt til náttúru- og umhverfisverndarmála um margra áratuga skeið
  • 1997 Riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu
  • 1997 Sæmd frönsku orðunni Ordre National du Mérite.
  • 1993 Heiðursviðurkenning frá hinu íslenska náttúrufræðifélagi
  • 1992 Heiðursviðurkenning Blaðamannafélags Íslands 
  • 1990 Tilnefning til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Fransí Biskví, frönsku Íslandssjómennirnir, Les Pêcheurs Français en Islande

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband