Elín Edda Þorsteinsdóttir er fædd árið 1995. Hún lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík og stundar nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur áður gefið út myndasögurnar Plöntuna á ganginum (2014) og Gombra (2016).
Fyrir handritið að ljóðabókinni Tímasöfnun hlaut hún verðlaun úr Gullpennasjóði Menntaskólans í Reykjavík.
Fyrsta ljóðabók Elínar Eddu, Hamingjan leit við og beit mig (2016), kom út í seríu Meðgönguljóða. Henni var ritstýrt af Lindu Vilhjálmsdóttur.
Heimild: Vefsíða Partusar
Elín Edda Þorsteinsdóttir
- 2018 Glingurfugl
- 2016 Hamingjan leit við og beit mig
- 2016 Gombra
- 2014 Plantan á ganginum