Brynja Hjálmsdóttir

Brynja Hjálmsdóttir er fædd árið 1992. Hún hefur birt ljóð og sögur í safnbókum og tímaritum á borð við Tímarit Máls og menningar og Són. Meðfram ritstörfum vinnur Brynja í bókabúð og gengur í ýmiss önnur tilfallandi störf, sem ganga flest út á að horfa á bíómyndir og skrifa um þær.

 

Árið 2019 kom hennar fyrsta bók, Okfruman, út hjá Unu útgáfuhúsi. Bókin var valin ljóðabók ársins af bóksölum og hlaut þar að auki tilnefningu til Fjöruverðlauna.

 

Brynja er með BA próf í kvikmyndafræði og MA próf í ritlist.

Brynja Hjálmsdóttir

  • 2019 Okfruman
  • 2019 Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana - Okfruman

  Tilnefningar:

  • 2019 Fjöruverðlaunin - Okfruman
  • 2019 Rauða hrafnsfjöðrin - Okfruman

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband