Brynhildur Þórarinsdóttir

Brynhildur Þórarinsdóttir er fædd í Reykjavík 27. ágúst 1970. Hún lauk stúdentsprófi frá M.R. 1990, B.A. prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1995 og M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla 2004. Ári síðar lauk hún kennsluréttindanámi við Háskólann á Akureyri. Milli prófa starfaði Brynhildur sem blaðamaður og pistlahöfundur, bæði fyrir útvarp og prentmiðla. Hún var einn umsjónarmanna Þjóðbrautarinnar á Bylgjunni og ritstýrði meðal annars Vinnunni, tímariti Alþýðusambands Íslands, og Tímariti Máls og menningar. Brynhildur er núna dósent í íslensku við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún hefur verið formaður SÍUNG og er nú í forsvari fyrir Barnabókasetur, rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna við HA.

 

Brynhildur vann til fyrstu verðlauna í smásagnasamkeppni Samtaka móðurmálskennara 1997 fyrir söguna Áfram Óli. Sagan kom út í samnefndu smásagnasafni 1998. Síðan hefur Brynhildur sent frá sér nokkrar endursagnir fyrir börn á Íslendingasögum auk skáldsagna fyrir börn og unglinga. Fyrir eina þeirra, Leyndardómur ljónsins, fékk hún Íslensku barnabókaverðlaunin 2004. Hún hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin 2007 fyrir endursagnir sínar á Íslendingasögunum Njálu, Eglu og Laxdælu. Brynhildur heldur úti vefnum www.islendingasogur.is um efni sagnanna, en hefur einnig sent frá sér skólaútgáfur af Íslendingasögum fyrir íslenskan og enskan markað.

 

Brynhildur býr á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni og á þrjá bókaorma í grunnskóla. Hún var bæjarlistamaður Akureyrar 2006-2007.

Brynhildur Þórarinsdóttir

  • 2020 Dularfulla símahvarfið

  • 2019 Ungfrú fótbolti 

  • 2017 Gulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir

  • 2016 Warriors of Honour (Oxford University Press)

  • 2015 Njálssona saga og Kára. Brennu-Njáls saga seinni hluti (Námsgagnastofnun)

  • 2015 Hallgerðar saga og Gunnars. Brennu-Njáls saga fyrri hluti (Námsgagnastofnun)

  • 2014 Egils saga (Námsgagnastofnun)

  • 2012 Blávatnsormurinn
  • 2011 Óskabarn : bókin um Jón Sigurðsson (Auk þess samnefnd sýning í Þjóðmenningarhúsinu)
  • 2009 Gásagátan: spennusaga frá 13. öld
  • 2008 Nonni og Selma: Fjör í fríinu
  • 2007 Nonni og Selma: Fjör í fyrsta bekk
  • 2006 Laxdæla
  • 2004 Egla
  • 2004 Leyndardómur ljónsins
  • 2002 Lúsastríðið
  • 2002 Njála

   

  Einnig hafa birst smásögur og greinar eftir Brynhildi í safnritum og tímaritum.

  • 2007 - Norrænu barnabókaverðlaunin: Njála, Egla og Laxdæla
  • 2006 - Bæjarlistamaður á Akureyri
  • 2004 - Íslensku barnabókaverðlaunin: Leyndardómur ljónsins
  • 2003 - Vorvindar IBBY: Njála
  • 1997 - Fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Félags móðurmálskennara: ,,Áfram Óli"
    

  Tilnefningar

  • 2018 - Fjöruverðlaunin: Gulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband