Bryndís Björgvinsdóttir

Bryndís Björgvinsdóttir fæddist árið 1982. Hún er rithöfundur, sagnfræðingur og þjóðfræðingur. Bryndís útskrifaðist með BA í sagnfræði með þjóðfræði sem aukafag 2006 og MA í þjóðfræði árið 2009. Bryndís hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands en starfar nú sem lektor við Listaháskóla Íslands.

 

Bryndís er margverðlaunuð í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bækur sínar Fluguna sem stöðvaði stríðið sem kom út árið 2011 og Hafnfirðingabrandarinn sem kom út árið 2014. Nýjasta bók hennar kom út nú fyrir jólin, Krossgötur – álfatrú, álfabyggðir og bannhelgi á Íslandi og vann hún hana í samstarfi við ljósmyndarann Svölu Ragnarsdóttur. Þá hafa verk Bryndísar á sviði skáldskapar og þjóðfræði verið birt víða um heim.

 

Myndin er sótt á vefsíðu Listaháskóla Íslands 

Bryndís Björgvinsdóttir

  • 2018 Gísli B. Björnsson: Merki og form. Ritstjóri.
  • 2018 Krossgötur – álfatrú, álfabyggðir og bannhelgi á Íslandi (ásamt Svölu Ragnarsdóttur)
  • 2015 Leitin að tilgangi unglingsins: Stefán rís – unglingamálfræðirit (ásamt Arnóri Björnssyni, Óla Gunnari Gunnarssyni og Sóleyju Dúfu Leósdóttur)
  • 2014 Hafnfirðingabrandarinn
  • 2011 Flugan sem stöðvaði stríðið
  • 1997 Orðabelgur Ormars ofurmennis (ásamt Auði Magndísi Leiknisdóttur)
  • 2015 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi: Hafnfirðingabrandarinn
  • 2015 Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs: Hafnfirðingabrandarinn
  • 2014 Íslensku bókmenntaverðlaunin: Hafnfirðingabrandarinn
  • 2014 Verðlaun bóksala: Hafnfirðingabrandarinn
  • 2011 Íslensku barnabókaverðlaunin: Flugan sem stöðvaði stríðið
  • 2011 Verðlaun bóksala: Flugan sem stöðvaði stríðið

   

  Tilnefningar

  • 2011 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi: Flugan sem stöðvaði stríðið