Bryndís Björgvinsdóttir

Bryndís Björgvinsdóttir fæddist árið 1982. Hún er rithöfundur, sagnfræðingur og þjóðfræðingur. Bryndís útskrifaðist með BA í sagnfræði með þjóðfræði sem aukafag 2006 og MA í þjóðfræði árið 2009. Bryndís hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands en starfar nú sem lektor við Listaháskóla Íslands.

 

Bryndís er margverðlaunuð í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bækur sínar Fluguna sem stöðvaði stríðið sem kom út árið 2011 og Hafnfirðingabrandarinn sem kom út árið 2014. Nýjasta bók hennar kom út nú fyrir jólin, Krossgötur – álfatrú, álfabyggðir og bannhelgi á Íslandi og vann hún hana í samstarfi við ljósmyndarann Svölu Ragnarsdóttur. Þá hafa verk Bryndísar á sviði skáldskapar og þjóðfræði verið birt víða um heim.

 

Myndin er sótt á vefsíðu Listaháskóla Íslands 

Bryndís Björgvinsdóttir

  • 2018 Gísli B. Björnsson: Merki og form. Ritstjóri.
  • 2018 Krossgötur – álfatrú, álfabyggðir og bannhelgi á Íslandi (ásamt Svölu Ragnarsdóttur)
  • 2015 Leitin að tilgangi unglingsins: Stefán rís – unglingamálfræðirit (ásamt Arnóri Björnssyni, Óla Gunnari Gunnarssyni og Sóleyju Dúfu Leósdóttur)
  • 2014 Hafnfirðingabrandarinn
  • 2011 Flugan sem stöðvaði stríðið
  • 1997 Orðabelgur Ormars ofurmennis (ásamt Auði Magndísi Leiknisdóttur)
  • 2015 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi: Hafnfirðingabrandarinn
  • 2015 Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs: Hafnfirðingabrandarinn
  • 2014 Íslensku bókmenntaverðlaunin: Hafnfirðingabrandarinn
  • 2014 Verðlaun bóksala: Hafnfirðingabrandarinn
  • 2011 Íslensku barnabókaverðlaunin: Flugan sem stöðvaði stríðið
  • 2011 Verðlaun bóksala: Flugan sem stöðvaði stríðið

   

  Tilnefningar

  • 2011 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi: Flugan sem stöðvaði stríðið

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband