Birta Þórhallsdóttir

Birta Þórhallsdóttir er fædd árið 1989. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, grunnprófi í Myndlist frá Listaháskóla Íslands og meistaraprófi í Ritlist við Háskóla Íslands. Birta hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2016.

 

Fyrsta bók hennar Einsamræður kom út í mars 2019 en auk þess hafa smásögur, ljóð og örsögur birtst eftir hana í bókunum Tímaskekkjur (2016) og Jólabókum Blekfjelagsins.


Hún býr á Hvammstanga þar sem hún sinnir skriftum og aðstoðar köttinn Skriðu við Skriðu bókaútgáfu.

Birta Þórhallsdóttir

  • 2019 - Einsamræður

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband