Birta Þórhallsdóttir

Birta Þórhallsdóttir er fædd árið 1989. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, grunnprófi í Myndlist frá Listaháskóla Íslands og meistaraprófi í Ritlist við Háskóla Íslands. Birta hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2016.

 

Fyrsta bók hennar Einsamræður kom út í mars 2019 en auk þess hafa smásögur, ljóð og örsögur birtst eftir hana í bókunum Tímaskekkjur (2016) og Jólabókum Blekfjelagsins.


Hún býr á Hvammstanga þar sem hún sinnir skriftum og aðstoðar köttinn Skriðu við Skriðu bókaútgáfu.

Birta Þórhallsdóttir

  • 2019 - Einsamræður