Bergþóra Snæbjörnsdóttir

Bergþóra Snæbjörnsdóttir er fædd árið 1985. Hún gaf út ljóðabókina Daloon daga árið 2011 og textasafnið Dagar undrabarnsins eru á enda árið 2013. Árið 2017 kom svo út ljóðabókin Flórída hjá Benedikt bókaútgáfu.


Bergþóra myndar gjörningatvíeykið Wunderkind Collective ásamt Rakel McMahon,
myndlistarkonu. Þær setja upp textamiðuð sviðsverk og innsetningar, þar sem fengist er við hið hlægilega og súrrealíska í mannlegri tilvist.


Bergþóra hefur einnig komið að handritun kvikmynda, bókaútgáfu og sinnt verkefnastjórn á sviðum lista og menningar. Hún hefur hlotið styrki frá Kvikmyndasjóði Íslands, Myndlistarsjóði, Rithöfundasambandi Íslands og menningarsjóðum Norðurlandaráðs.

 

Hún hefur lokið námi í sálfræði og ritlist við Háskóla Íslands og stundar nú meistaranám í hagnýtri menningarmiðlun við sömu stofnun.

Bergþóra Snæbjörnsdóttir

  • 2019 Svínshöfuð
  • 2017 Flórída
  • 2013 Dagar undrabarnsins eru á enda
  • 2011 Daloon dagar
  • 2019 Íslensku bókmenntaverðlaunin: Svínshöfuð
  • 2018 Maístjarnan: Flórída
  • 2018 Fjöruverðlaunin: Flórída
  • 2018 Íslensku bókmenntaverðlaunin: Flórída

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband