SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Auður Þórhallsdóttir

Auður Þórhallsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1974.

Auður er stúdent frá Menntaskólanum við Sund og lærði ljósmyndun við GRIS-ART í Barcelona. Þá hefur hún einnig lagt stund á nám í þjóðfræði og spænsku við Háskóla Íslands og sótt sumarskóla í myndskreytingu barnabóka í Anglia Ruskin University, Cambridge School of Art.

Auður hefur skrifað og myndlýst nokkrar barnabækur.

Ljósmynd af Auði er fengin af vef Skriðu bókaútgáfu.


Ritaskrá

  • 2023  Miðbæjarrottan. Húsin í bænum
  • 2022  Með vindinum liggur leiðin heim
  • 2022  Miðbæjarrottan: Þetta kemur allt með kalda vatninu
  • 2020  Miðbæjarrottan: borgarsaga
  • 2016  Tönnin hans Luca/El diente de Luca (ásamt Pilar Concheiro)
  • 2013  Sumar með Salla
  • 1997  Litla gula hænan: síðasta kvöldmáltíðin (ásamt Björgvini Ívari)

Tengt efni