Arndís Lóa Magnúsdóttir er fædd árið 1994 og býr í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún er með BA próf í frönsku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og stundar meistaranám í þýðingafræði við sama skóla. Hún hefur unnið við þýðingar úr frönsku og norðurlandamálum.
Arndís Lóa hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir fyrstu ljóðabók sína, Taugaboð á háspennulínu, sem kemur út í haust hjá Unu útgáfuhúsi.
Arndís Lóa Magnúsdóttir
- 2020 Taugaboð á háspennulínu