SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Arndís Lóa Magnúsdóttir

Arndís Lóa Magnúsdóttir er fædd árið 1994 og býr í Vesturbæ Reykjavíkur.

Arndís er með BA próf í frönsku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og stundar meistaranám í þýðingafræði við sama skóla. Hún hefur unnið við þýðingar úr frönsku og norðurlandamálum.

Arndís Lóa hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir fyrstu ljóðabók sína, Taugaboð á háspennulínu. Bókin kom út árið 2020 en eins og segir í kynningu hennar er hún „tvískipt ljóðabók um tjáningu og einangrun með lifandi myndum og marglaga tengingum sem koma á óvart. Fyrri hlutinn fjallar um samband ómálga barns og eldri manneskju sem er að tapa málinu. Í seinni hluta skoðar ljóðmælandi umhverfi sitt og þrár samhliða vísindalegum skýringum á náttúrunni.“ Ljóðabókinni var mjög vel tekið en hún hlaut tilnefningu til Maístjörnunnar.

2022 kom út önnur ljóðabók Arndísar Lóu, Skurn.

 


Ritaskrá

  • 2022  Skurn
  • 2020  Taugaboð á háspennulínu

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2020  Nýræktarstyrkur Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir Taugaboð á háspennulínu

 

Tilnefningar

  • 2021  Til Maístjörnunnar fyrir Taugaboð á háspennulínu

 

Þýðingar

  • 2022  Kim Thúy: Ru
  • 2021  Vanessa Springora: Samþykki (ásamt Guðrúnu Vilmundardóttur)

 

Tengt efni