Anna Lára Möller

Anna Lára Þórisdóttir Möller er fædd í Reykjavík 7. nóvember 1966. Eftir menntaskóla stefndi hún á að verða flugmaður og lauk einkaflugmannsprófi árið 1990. Það varð þó ekki úr að hún færi lengra með það nám heldur hóf hún nám í sálfræði við Háskóla Ísland og lauk BA gráðu árið 1995. Meistaraprófi í heilbrigðisvísindum (raflífeðlisfræði) lauk hún frá sama skóla árið 2000. Þá bætti hún við sig tveggja ára diplóma gráðu (fjarnám með vinnu) í kerfisfræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk því árið 2010 og A+ gráðu – CompTIAcertification. Einnig tók hún nám um vélbúnað og stýrikerfi við Rafiðnaðarskólann og lauk því lauk 2002.

 

Fyrstu þrjú ár starfsævinnar var Anna stundakennari og rannsóknarmaður við Háskóla Íslands – Lífeðlisfræðistofnun. Mestan part starfsævinnar starfaði Anna sem náttúrufræðingur (löggild réttindi) á Landspítala. Á upphafsárum starfsferils tók hún þátt í rannsóknum á sviði raflífeðlisfræði og er hún meðhöfundur í ritrýndum fræðigreinum því tengdu.

 

Anna kvaddi opinberan vinnumarkað sumarið 2018 vegna veikinda. Þá má segja að nýtt tímabil hefjist í lífi hennar. Anna hafði lítinn áhuga á bókmenntum á fyrri hluta æviskeiðsins, hún hafði fremur áhuga á að sparka í bolta. En eftir starfslok byrjaði Anna óvænt að þreifa fyrir sér í ljóðagerð, hún fann að í ljóðum var hægt að tjá tilfinningar sem erfitt var að koma frá sér á annan hátt. Afraksturinn af þeim þreifingum er ljóða – og örsögubókin VONIN, sem kom út haustið 2020

 

Anna Lára var gift Jóhanni Möller í 27 ár en hann er brottgenginn, 2018. Þau voru barnlaus. Anna býr í Reykjavík og hefur einsett sér að reyna að njóta síðari hluta æviskeiðsins, gleðjast og hafa gaman og halda áfram að fást við skáldskap.

Anna Lára Möller

    • 2020   Vonin

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband