Anna Ólafsdóttir Björnsson

Anna er fædd í Reykjavík 4. júní 1952. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972; stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1972-1974 og lauk BA-prófi í almennri bókmenntasögu og sagnfræði frá Háskóla Íslands 1978. Hún bætti við sig Cand. mag. prófi í sagnfræði frá sama skóla 1985 og M.Sc. prófi í tölvunarfræði 2008. Hún stundaði nám við háskólann í Lancaster á Englandi á vormisseri 2006. Meðfram öðru námi og vinnu hefur hún sótt sér frekari menntun í myndlist, einkum í Myndlistaskólanum í Reykjavík.

 

Anna vann við þáttagerð í útvarpi og blaðamennsku á árunum 1978-1989; sat á þingi fyrir Kvennalistann 1989-1995 og stundaði sagnfræðirannsóknir og -skrif samfellt frá 1995-2001. Hún starfaði við hugbúnaðargerð á árunum 2001-2018.

 

Anna hafði fengið smásögur birtar í tímaritum undir dulnefni áður en hún las fyrstu skáldsögu sína, Tvískinnung, í útvarp 1980. Á árunum 1986-1989 og 1995-1998 skrifaði hún allmargar bækur og bókakafla um sagnfræðileg efni. Einnig ritaði hún endurminningaþætti um þekkta einstaklinga og skrifaði eina ævisögu í fullri lengd, sem kom út árið 2009. Samhliða störfum við hugbúnaðargerð skrifaði hún sögu tölvuvæðingar á Íslandi á árunum 2015-2018 og sá um útgáfu á áður óbirtu handriti sínu af sögu Sandgerðis 2018. Fyrsta glæpasaga Önnu kom síðan út í ársbyrjun 2021.

Anna Ólafsdóttir Björnsson

  • 2021  Mannavillt
  • 2018  Tölvuvæðing í hálfa öld
  • 2018  Saga Sandgerðis
  • 2009  Elfa Gísla og hinar sögurnar
  • 1998  Álftanes, nesið okkar. Kennsluefni
  • 1998  Saga Húsmæðrakennaraskóla Íslands
  • 1996  Álftaness saga
  • 1987  Myndlistaskólinn í Reykjavík 1947-1987
  • 1980  Tvískinningur. Útvarpssaga

   

  Auk þessa hefur Anna skrifað bókakafla, blaðagreinar og séð um útvarpsþætti um margvísleg málefni svo sem bókmenntir, sagnfræði, kvenfrelsismál og upplýsingatækni.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband