Aðalheiður Guðmundsdóttir

Aðalheiður Guðmundsdóttir fæddist 7. mars 1965 með lögheimili á Skógarströnd, Snæfellsnesi. Hún ólst upp í Hafnarfirði frá fimm ára aldri. Aðalheiður lauk B.A.-prófi í íslensku árið 1989, cand.mag.-prófi í íslenskum bókmenntum árið 1993 og doktorsprófi frá heimspekideild Háskóla Íslands árið 2002. Hún er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands og var áður dósent í þjóðfræði við sama skóla, auk þess sem hún gegndi rannsóknarstöðu Sigurðar Nordals við Stofnun Árna Magnússonar. Hún hefur verið gestaprófessor við erlenda háskóla, tekið þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum og skrifað fjölda fræðigreina og bóka. Hún vann að auki með leikhópnum Öðru sviði að uppfærslu leikritsins Úlfhamssögu.

 

Aðalheiður hefur sent frá sér eina ljóðabók og birt stök ljóð á ólíkum vettvangi, einkum í tímaritum og dagblöðum, m.a. málgögnum nemenda við Verzlunarskóla Íslands (Kvasi og Mínervu 1983–86), Mími (1989) og Tímariti Máls og menningar (2017). Að auki hefur hún birt smásögur í Fréttablaðinu (2011) og bókinni Konan kemur við sögu (2016).

 

Aðalheiður hefur einnig skrifað um íslenska samtímaljóðlist (Són, 2006), sem og þjóðkvæði, rímur og annan kveðskap fyrri alda. Hún hefur setið í ýmsum dómnefndum, m.a. fyrir ljóðasamkeppni.

 

Aðalheiður er gift Guðvarði Má Gunnlaugssyni og á þrjú börn.

Aðalheiður Guðmundsdóttir

    • 1987 Penelópa
    • 2011 Áttu orð: Textasamkeppni Hugvísindasviðs, 1. verðlaun
    • 1986 Ljóðasamkeppni Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands, 1. verðlaun

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband