Þuríður Guðmundsdóttir frá Bæ

Þuríður fæddist 29. nóvember 1901 í Reykjanesi, Árneshreppi, ein 13 systkina. Dáin 9. apríl 1992. Hún ólst upp á Ströndum og bjó á Bæ á Selströnd og Hamarsbæli með manni sínum, Árna Andréssyni, síðar frystihússtjóra á Hólmavík. Þau bjuggu lengi á Akranesi en Þuríður var síðustu árin á Hrafnistu í Reykjavík og hóf þá að skrifa skáldsögur. 

 

Brot úr viðtali við Þuríði, 7. júní, 1987:

Af hverju langaði þig svona mikið til að skrifa? „Ja, þetta er nú spurning sem ég get ekki svarað. Þetta kom einhvern veginn innan frá. Ég hafði ekkert markmið eða stefnu, en þegar ég byrjaði þá hugsaði ég strax að það væri gaman að setja saman þessa uppbyggingu og aðdragandann að henni. En maðurinn minn var á móti því, hann þoldi það ekki.“ Af hverju þoldi hann það ekki? „Jú, karlmenn voru allt öðruvísi þá en nú er. Karlmaðurinn var allt.“ Hafði hann ekki áhuga á bókum? „Jú, hann las mikið, en mest bara sér til skemmtunar, bara reyfara og svo náttúrulega blöðin. Hann las t.d. bækurnar hennar Guðrúnar frá Lundi og hafði afskaplega gaman af. Hann las mikið íslendingasögurnar og kunni þær utanað, eða því sem næst." Heldur þú að það sé vegna þess að þú ert kona, sem þú f órst ekki fyrr fram á ritvöllinn? „Já, ég býst við því að það hafi verið minnimáttarkenndin sem hélt aftur af mér. Konurnar áttu ekki að skipta sér af neinu en þær áttu að hafa allt í standi.“

 

Hér má sjá dæmi um kveðskap Þuríðar (bragi)

Hér má heyra Þuríði segja ýmsar sögur (ísmús)

Þuríður Guðmundsdóttir frá Bæ

 • 1992 Sólris

  1985 Skin og skúrir
  1981 Gull í mund

  1980 Niðursetningurinn

  1978 Breyttir tímar

  1977 Gæfumunur

   

   

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband