Þórhildur Ólafsdóttir

Þórhildur Ólafsdóttir heitir fullu nafni Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir og er fædd árið 1953 á Hvammstanga. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1973 og nam franskar bókmenntir og málvísindi við Háskólann í Orléans, Frakklandi og doktorspróf þaðan árið 1982. Á níunda áratug síðustu aldar var hún lektor og síðar dósent í frönsku við Háskóla Íslands.

 

Frá 1988 hefur Þórhildur búið í Strasbourg í Frakklandi þar sem hún vann í 25 ár í ýmsum deildum Evrópuráðsins. Hún var meðal annars stjórnandi skrifstofu jafnréttismála kvenna og karla (1993-2002). Frá 2003 vann hún við menntamálaskrifstofu Evrópuráðsins þar sem hún byggði upp sérstaka deild um mannréttinda- og lýðræðiskennslu. Síðustu árin í starfi sínu þar var hún yfirmaður menntamála og æskulýðsmála.

 

Ljóðabókin Brot úr spegilflísum (2020) er fyrsta ljóðabók Þórhildar og kom út hjá Skriðu bókaútgáfu. Hún hefur áður birt ljóð í Tímariti máls og menningar ásamt smásögu. Hún þýddi skáldsöguna Memed mjói eftir Yashar Kemal úr tyrknesku árið 1985 og kom sú bók út hjá Máli og menningu. Hún hefur einnig birt smásögur þýddar úr tyrknesku og frönsku í tímaritum, t.d. eftir J.M.G. Le Clézio og Yashar Kemal. Þegar hún vann við H.Í gerði hún einnig nokkra útvarpsþætti um franskar bókmenntir.

Þórhildur Ólafsdóttir

    • 2020  Brot úr spegilflísum
    • 1985  Memed mjói e. Yashar Kemal

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband