Þórdís Helgadóttir fæddist í Reykjavík árið 1981. Hún er menntuð í heimspeki, ritlist og ritstjórn við Háskóla Íslands, Rutgers háskóla og Háskólann í Bologna. Hún hlaut Fulbright-styrk til doktorsnáms í heimspeki en hefur lengst starfað sem texta- og hugmyndasmiður á auglýsingastofu og við ritstörf af ýmsu tagi.
Þórdís hefur birt smásögur, örsögur, esseyjur, þýðingar og ljóð í Tímariti Máls og menningar, Skíðblaðni, Öldu og Stúdentablaðinu, ásamt ljóðabókinni Ég er ekki að rétta upp hönd, samstarfsverkefni sex Svikaskálda.
Smásagan Út á milli rimlanna kom út hjá Partus Press 2016. Fyrirlestrasafnið Veit efnið af andanum?, sem Þórdís ritstýrði ásamt Steinari Erni Atlasyni, kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2009.
Heimili Þórdísar á vefnum er thordishelgadottir.wordpress.com
Þórdís Helgadóttir
- 2019 Þensla (leikrit)
- 2018 Keisaramörgæsir
- 2016 Út á milli rimlanna