Þórdís Helgadóttir

Þórdís Helgadóttir fæddist í Reykjavík árið 1981. Hún er menntuð í heimspeki, ritlist og ritstjórn við Háskóla Íslands, Rutgers háskóla og Háskólann í Bologna. Hún hlaut Fulbright-styrk til doktorsnáms í heimspeki en hefur lengst starfað sem texta- og hugmyndasmiður á auglýsingastofu og við ritstörf af ýmsu tagi.

 

Þórdís hefur birt smásögur, örsögur, esseyjur, þýðingar og ljóð í Tímariti Máls og menningar, Skíðblaðni, Öldu og Stúdentablaðinu, ásamt ljóðabókinni Ég er ekki að rétta upp hönd, samstarfsverkefni sex Svikaskálda.

 

Smásagan Út á milli rimlanna kom út hjá Partus Press 2016. Fyrirlestrasafnið Veit efnið af andanum?, sem Þórdís ritstýrði ásamt Steinari Erni Atlasyni, kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2009.

 

Heimili Þórdísar á vefnum er thordishelgadottir.wordpress.com

Þórdís Helgadóttir

    • 2019 Þensla (leikrit)
    • 2018 Keisaramörgæsir
    • 2016 Út á milli rimlanna

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband