Ásta Kristrún Ragnarsdóttir

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir (f. 1952) er brautryðjandi í námsráðgjöf á Íslandi og starfaði í tæp tuttugu ár við uppbyggingu fagsins og þjónustunnar við Háskóla Íslands. Allt frá bernsku hafa hinar stóru listir verið henni hjartfólgnar; bækur, myndlist og svo tónlist. Ásta er gift Valgeiri Guðjónssyni, Stuðmanni. Þau búa á Eyrarbakka og eiga  tvo syni og eina dóttur. 

 

Ásta Kristrún sendi frá sér ættarskáldsögu 2017, „Það sem dvelur í þögninni“ þar sem hún varpar ljósi á dramatískt lífshlaup formæðra sinna. Ein þeirra var Kristrún Jónsdóttir, sem trúlofuð var hinum framfarasinnaða og upplýsta Baldvini Einarssyni. Systir Kristrúnar var skáldkonan Guðný á Klömbrum sem lést kornung.

 

Mynd af Ástu Kristrúnu: https://www.bokabeitan.is/asta-kristrun-ragnarsdottir/

 

 

 

 

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir

    • 2017 Það sem dvelur í þögninni
    • 2004 Lærum að nema. Árangursríkar námsaðferðir

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband